Tuesday, December 13, 2016

DIY- jólakúlurnar frá ömmu


DIY póst dagsins kalla ég.....
Jólakúlurnar frá ömmu 

Tegar ég var yngri fór ég alltaf med frændsystkinum mínum í föndur til langömmu. Hún var algjör dundari og vid fórum alltaf í föndur fyrir jólin og páskana og gistum svo hjá henni eina nótt. Tá hafdi amma útbúid eitthvad sem hún svo kenndi okkur ad gera og vid gátum útfært tad eins og vid vildum. Tad urdu til ófáir jólasveinarnir úr fraudplaskúlum og pípuhreinsurum, saumadar jólahúfur og föt. En alltaf kom amma med eitthvad nýtt hverju sinni sem var svo skemmtilegt. Eitt uppáhalds skrautid sem ég bjó til hjá ömmu voru jólakúlurnar úr fraudplasti sem amma skar í raufar og svo klipptum vid út efnisbúta og trýstum teim inn í skornu raufarnar. 

Tetta langadi mig ad gera aftur svo ég keypti fraudplastkúlur og efni, ég keypti efnisbút úr søstrene grene, en tad er hægt ad kaupa bútasaumsbúta í föndurbúdum og stundum líka í søstrene grene.

Hér eru myndir af sýnikennslunni. 

Tad sem tú tarft: 
-fraudplastkúlur
-efni
-trádur til ad hengja kúlurnar upp
-dúkahnífur
Bein-nál eda eitthvad til ad nota til ad trýsta efninu inní raufarnar
-perlur til skrauts

Skerid í kúluna, raufar, ekki of grunnt tví efnid frá 2 bútum tarf ad komast fyrir í hverri rauf. 
Tad er best ad prófa sig áfram med tetta. 

Ég skar bara beint í kúluna og lenti einu sinni í smá vandrædum, svo ég mæli med tví ad teikna fyrst línurnar á kúluna ádur en tid skerid.



Næst tarf ad klippa út "lauf" sem passar vid stærdina á kúlunni og hvern hluta sem sorinn er út.

Svo tarf ad klippa efnid út eftir laufinu, ég notadi kennaratyggjó til ad halda tví föstu á efninu. Hér væri eins hægt ad teikna laufin fyrst á efnid og svo klippa út eftirá.




Hafid bútana frekar of stóra heldur en of litla. tad er alltaf hægt ad klippa tá til eftir á.

Klippid út alla 6 bútana. 

Notid títuprjóna til ad halda efninu á sínum stad tegar byrjad er ad trýsta tví ofan í raufarnar. 

Mér finnst best ad byrja á tví ad trýsta smá hlidunum sitthvoru megin til ad vera viss um ad ég sé med nógu stórann bút og ad efnid passi á. Svo byrja ég efst á bútnum og vinn mig nidur, og reyni ad trýsta bádu megin jafnódum.




Í lokin tók ég perlu og træddi spotta inn í og trýsti svo spottanum inn í raufarnar og træddi aftur í adra perlu hinum megin vid, til ad geta hengt hana upp. 



Tessi kúla er soldid antik í útliti og ödruvísi, en ég gæti ímyndad mér ad tad væri fallegt ad gera kúlurnar med hvítu efni, jafnvel efni med leduráferd, eda striga. Eins væri hægt ad gera kúlur med svörtu og gylltu, rósagylltu eins og hefur verid mjög vinsælt í jólaskrautinu núna. 

Ef mér gefst auka tími til ad prófa ad gera kúlurnar í ödrum litum, mun ég setja myndir inn:) 

Ég vona ad tú hafir fengid hugmyndir í pósti dagsins. 

Endilega sendid á mig myndir ef þid prófid og ef þér líkadi pósturinn máttu endilega deila áfram. 


No comments:

Post a Comment