Thursday, December 15, 2016

Jóla-kókosnammi

Í pósti dagsins er jólanammi- eda kókosnammi sem ég hef adeins gert ad mínum hætti. 

Ég er algjör nammigrís og finnst ótrúlega gaman ad útbúa konfekt og dunda vid ýmislegt í eldhúsinu. 
Tar sem ég er med glútenótol, tá toli ég ekki ad borda smákökur og tá kemur oft konfekt sterkt inn í stadinn hjá mér í kringum hátídarnar, en ég vil helst reyna ad halda tví í hollari kantinum og tví bý ég tad oftast til sjálf. 


Uppskriftina af tessu nammi fann ég á danskri heimasídu, en tetta er uppskrift af kókostoppum sem vanalega fást allsstadar hérna í danmörku og eru yfirleitt med dökkum súkkuladibotn.
Kókostopparnir eru glúteinlausir og ég notadi hvítt súkkuladi til ad hjúpa hálfa kúlu en ég notadi sukrin/sætuefni í stadinn fyrir sykur í sjálfa uppskriftina og tar med er ég búin ad gera tá örlítid sykurminni. 

Kókosnammi med hvítu súkkuladi
50 gr. smjör
2 egg
85 gr. sykur (ég notadi sukrin/sætu)
200 gr. kókosmjöl
Hvítt súkkuladi til ad hjúpa kúlurnar.

* Bræddu smjörid
* Hrærdu eggin og sykur/sætu vel saman
* Blandadu nú smjörinu og kókos saman vid eggjablönduna og leyfdu massanum ad standa í smá stund.

* Hnodadu kúlur úr massanum og leggdu á bökunarplötu. 
(tad er gott ad bleyta hendurnar med köldu vatni fyrst til ad audveldara sé ad hnoda/tjappa massanum í kúlur)
* Bakadu kúlurnar í ofni vid 180 grádur í sirka 6-7 mínútur, eda tar til tad er komin smá gullinbrúnn litur. Tad fer soldid eftir stærdinni á kúlunum hversu lengi tær turfa ad vera, en passa bara ad gleyma teim ekki tví tær eru fljótar ad brenna. 

* Leyfdu núna kókoskúlunum ad kólna og bræddu hvítt súkkuladi, í örbylgju eda yfir vatnsbadi. 
* Dýfdu hverri kúlu í hvíta súkkuladid og leggdu á bökunarpappír og kældu í ísskáp. 

Kúlurnar má geyma í ísskáp eda á bordi. 
Tad má einnig nota dökkt súkkuladi eda mjólkursúkkuladi til ad hjúpa kúlurnar, en ég hjúpa bara hálfa kúlu.


Endilega sendid á mig myndir ef þid prófid og ef þér líkadi pósturinn máttu endilega deila áfram. 

Gledilegan desember og munid ad fylgjast med því þad kemur nýtt DIY á hverjum degi fram ad jólum.

No comments:

Post a Comment