Friday, December 23, 2016

DIY-kerti



Frá tví ég man eftir mér hefur alltaf verid gaman ad halda upp á hefdir med fjölskyldunni á torláksmessu, mínar hefdir hafa aldrei tengst skötu-jólabodum, enda erum vid ekki mikid fyrir skötuna, en í stadinn höfum vid farid út ad borda og svo rölt í bænum og mamma hafdi tad sem hefd ad kaupa alltaf jóla-ilm kerti á torláksmessu. 
Tadan kom uppsprettan af DIY pósti dagsins en tad eru algjörlega heimatilbúin ilmkerti úr hlutum sem hægt er ad endurnýta. Ég veit ad amma mín, Frída verdur hrifin af tessum pósti en hún flokkar mikid og endurnýtir eda sorterar allt sem hún getur til ad passa upp á umhverfid. 

Tad sem tú tarft er: 
bómullarspotti
flipinn af gosdós(tetta er google-translate fyrir soda can tab-útskýrir sig sjálft á myndum)
krukkur t.d. sultukrukkur eda sósukrukkur
afgangs kertavax (gamlir kertastubbar)
ilmolía eda krydd(valfrjálst)
kókosfeiti *
vaxlitir(valfrjálst-til ad gefa kertinu lit)
*Ég notadi kókosfeiti til ad drýgja kertavaxid, en ég sá tad einhversstadar gert og mig langadi ad prófa og tad virkar bara ótrúlega vel. Ég er ekki frá tví ad kertid brenni hægar tegar kókosfeitinu er blandad vid. 

Mig hefur alltaf langad til ad endurvinna gamla kertastubba og hef tví geymt tá til tess ad búa til ný kerti seinna meir, en ég hafdi aldrei látid verda af tví, tví mér fannst soldid dýrt ad kaupa sjálfan kertakveikinn. Tar til einn daginn tá fann ég snidugt trikk á netinu og hef núna adeins prófad mig áfram med tad og hér kemur sýnikennsla á myndum. 

Ég bjó sem sagt til kertakveikinn sjálf úr bómullarbandi og festi tad bara vid gosdósa flipa. En teim hafdi ég safnad einhvern tímann til ad gera eitthvad verkefni, sem vard svo aldrei neitt úr. 
Fyrst gerdi ég kerti med tví ad nota bara bómullarstrenginn en ég komst ad tví ad sá kveikur dugir ekki lengi, svo tad er betra ad dýfa teim fyrst í brádid vax og láta tá torna. 




Hér er ég ad bræda gamalt kertavax, en ég notadi dós til ad bræda kertavaxid í sem ég get svo bara hent eftir á, til ad sleppa vid ad trífa allt vaxid.

Hér eru kveikirnir ad torna á bökunarpappír, ég gerdi mislanga kveiki og bjó til nokkra í einu sem ég get svo bara átt til tar til ég bý til kerti næst.

Tetta var fyrsta tilraunin tar sem ég notadi bara bómullarstreng og dýfdi honum ekki í vax. Hér notadi ég líka bara kókosfeiti og ekkert kertavax. Tad virkar en kveikurinn brann svo fljótt ad tad heldur ekki áfram ad kveikna á kertinu. 


Ég litadi hvíta kókosfeitina med tví ad bræda smá bút af gömlum raudum vaxlit út í blönduna.

Tad er hægt ad lita vaxid eda vaxblönduna ef tú setur kókosfeiti líka, med tví ad setja vaxliti út í og bræda tá saman vid. Eins er hægt ad setja ilmolíu eda krydd (t.d. kanil og negul fyrir jólalykt) út í blönduna til ad búa til ilmkerti. 

Finndu til krukku og hreinsadu hana vel.

Mældu kveikina sirka til ad passa i krukkuna, en tad er alltaf hægt ad klippa ofan af teim eftirá. 
Ég festi m´na kveiki í botninn á krukkunni med tví ad dýfa teim í heitt vaxid og beint ofan í krukkuna tá hardnar vaxid og teir haldast á sínum stad tar til tú hellir vaxinu í krukkuna. 

Hér er ég ad hella vaxinu í.


Ég notadi grillpinna til ad halda kveiknum/kveikjunum á sínum stad og límdi tá til ad teir færu ekki af stad tegar vaxid var ad hardna. 

Vaxid lét ég svo bara hardna á bordinu, en tad myndadist smá hola í midjunni tegar tad var tilbúid, en hana mætti fylla upp med tví ad setja meira vax í, eda bara leyfa tessu ad jafnast út tegar kveikt er á kertinu.

Hér komu líka djúpar holur í vaxid, ég veit ekki afhverju tetta gerdist svona, en í fyrra skiptid med bleika kertid setti ég tad inn í kæli medan tad hardnadi og tá kom ekki svona hola. Kannski hjálpar ad kæla tad nidur hratt, í ísskáp. 

Ég vona ad þú hafir fengid hugmyndir í pósti dagsins. Endilega sendid á mig myndir ef þid prófid og ef þér líkadi pósturinn máttu endilega deila áfram. 

Gledilegan desember og munid ad fylgjast med því þad kemur nýtt DIY á hverjum degi fram ad jólum. 



No comments:

Post a Comment