Saturday, December 17, 2016

DIY- krúttlegt pakkaskraut


Í jóla-DIY- pósti dagsins, ætla ég ad sýna ótrúlega einfalt og krúttlegt pakkaskraut.
Mig langadi til ad gera eitthvad adeins ödruvísi pakkaskraut í ár og datt allt í einu í hug ad skreyta pakkana med litlum dúskum.

Tad er svo gaman ad dúllast smá vid innpökkun, en ég er med eina skemmtilega sögu, ég fór í smá jólabod í gær, og tad átti ad koma med tvo litla ódýra pakka fyrir pakkaleik. Ég keypti bara eitthvad snidugt og ódýrt í Tiger og tók med, en ég pakkadi tví fallega inn og setti lítid leirad pakkaskraut á pakkana. Ótrúlegt en satt ad tó ad engan grunadi hvad var í pökkunum mínum, tá voru pakkarnir mínir svo vinsælir ad tad var slegist um tá, sem var alveg ótrúlega fyndid tví tad var einungis útaf útlitinu og tad vissi enginn hvad var inní pökkunum. Er ekki stundum sagt ad madur bordi fyrst med augunum, tetta er kannski bara svipad med pakkana. 


Efni og áhöld: 
-garn (ódýr ullarblanda/akríl garn)
-skæri 
-gaffall

Hér er smá video-sýnikennsla 

Eins og hún sýnir í myndbandinu fyrir ofan, tá er byrjad á tví ad klippa lítinn spotta sem er vafid í gaffalinn, og er notadur til ad hnýta saman "dúskinn" eftir ad búid er ad vefja.


Hér er spottinn kominn á sinn stad og tá er hægt ad byrja ad vefja.


Tad er alveg valfrjálst hversu mikid madur vefur en ég reyndi ad hafa tá soldid tykka til ad dúskarnir verdi meira kúlulagadir.
Tegar búid er ad vefja hringinn í kringum gaffalinn, er spottinn(frá byrjunarskrefinu) tekinn aftur og bundinn tannig ad hann heldur öllum vafningunum saman. 
Reyndu ad hnýta fast og tétt, svo dúskurinn haldist kúlulaga.

Næst er dúskurinn tekinn af gafflinum og byrjad er ad klippa smá og smá í einu á hlidunum.


Dúskurinn getur endad soldid illa lagadur, en tá má bara klippa hann til.

Hér er ég búinn ad klippa dúskinn til eins og ég vildi hafa hann.



Jæja ég vona ad tér hafi líkad póstur dagsins, endilega sendu mynd á mig ef tú prófar tessa hugmynd, ég elska líka ad skoda vel skreytta pakka. 

Eigid góda helgi :) 

No comments:

Post a Comment