Friday, December 16, 2016

Glúteinlausar kardemommu-braudbollur


Í pósti dagsins ætla ég ad deila med ykkur annari uppskrift. En tetta er uppskrift af glúteinlausum braudbollum med kardemommubragdi. Upprunalegu uppskriftina sá ég einhversstadar á netinu, ég man ekki alveg hvar, en ég hef gert hana ansi oft tví hún er einföld og fljótleg og ég er audvitad búin ad adlaga hana ad mínum törfum. Ég prufadi ad bæta smá kardemommukryddi út í mínar og smá sætu til ad gera tær adeins jólalegri, og ég elska tessa útgáfu af uppskriftinni.


Glúteinlausar braudbollur 
med kardemommu

250g Haframjöl (gluteinlaust)
250 g kotasæla
3 egg
smá salt
1 kúfud tsk. lyftiduft
1 msk sukrin gold (má líka nota sykur)
1 tsk kardemommukrydd (malad)

Má bæta vid pínu sýrdum rjóma til ad fá mýkri bollur
Svo er líka gott ad bæta rúsínum út í tessar.

Adferd:
1. maladu haframjöl í mixer, ég nota nutri-bullet blenderinn minn í tetta
2. Helltu haframjölinu í skál og blandadu turrefnum saman vid
3. Blandadu nú eggjum og kotasælu saman í mixernum, til ad fá alveg silkimjúka áferd og enga kekki úr kotasælunni
4. Blandadu öllu saman og bættu vid sýrdum rjóma ef tér finnst blandan vera of turr
5. Búdu til/mótadu bollur úr deiginu, ég nota tvær stórar matskeidar tví deigid er pínulítid blautt. Ég fæ 9 bollur úr uppskriftinni.
6. Bakadu í ofni vid 180 grádur í sirka 25-30 mín. eda tar til bollurnar er komnar med fallega brúnan lit.
Hver bolla inniheldur adeins 140 kcal., ekkert hveiti og engann sykur.






Tar sem tad er nú föstudagur langadi mig líka ad deila med ykkur mínum uppáhalds jólamyndum, sem tilvalid er ad horfa á á svona kósý föstudagskvöldi viku fyrir jól. 
Hér eru nokkrar af mínum uppáhalds

Billedresultat for polar express

Billedresultat for the elf

Billedresultat for love actually
Billedresultat

Jæja ég vona ad tid eigid góda helgi framundan og haldid stressinu í lágmarki

Jólakvedjur 

No comments:

Post a Comment