Wednesday, December 14, 2016

DIY-origami stjarna og stjörnuljós

Í pósti dagsins ætla ég ad deila hugmynd af origami jólastjörnum. Tetta eru stjörnur sem hægt er ad brjóta úr pappír, og hægt ad nota sem jólaskraut eda pakkaskraut. 
70 Weihnachtssterne basteln - tolle und fröhliche DIY Dekoartikel:

Tad sem tú tarft: 
-pappír, (etv. fallegann skrapp pappír eda jólapappír)
-skæri
-gatara og band til ad hengja stjörnuna upp
(tad er auditad líka hægt ad træda band í med nál og tvinna)


Hér eru leidbeiningar um hvernig 5 hyrningurinn er búinn til úr ferköntudu bladi.

Tegar tú ert komin med fimmhyrninginn getur tú byrjad ad origami-brjóta stjörnuna. 

Hér eru leidbeiningar sem útskýra brotid fyrir stjörnuna.

Stjörnurnar er hægt ad gera í mismunandi stærdum. 

Hér fann ég einnig skapalón af pappírsstjörnu med ljósi, sem hægt er ad hengja í glugga til dæmis.
Paper Star Lantern with Wavy Lines - SVG Cutting Files:


Hér er skapalónid á pdf. formi.

Leidbeiningar:
1. Tú getur prentad skapalónid aftan á pappírinn, ef tú notar munstradann pappír. Eda prentad skapalónid út, og teiknad eftir tví á pappírinn.
2. Klipptu út eftir skapalóninu alls 5 arma/stykki, tad er klippt eftir beinu línunum en búid til brot í punktalínurnar.
Tetta er einn armur.

3. Búdu til arma med tví ad líma hvert stykki fyrir sig saman í eins konar trýhyrning.
4. Armarnir 5 eru svo límdir saman med lími, límstifti eda límbandi sem er med lími á bádum hlidum. Byrjadu á ad líma 2 saman og haltu svo áfram koll af kolli tar til allir 5 armar eru komnir saman eins og á mynd fyrir nedan. 















5. Træddu band í armana tvo sem mætast, bandid trædiru í pappírinn med nál og hefur tad sirka fyrir midju á arminum. 

6. Nú er ljós/pera eda ljósasería sett inn í stjörnuna og svo er stjörnunni lokad med tví ad hnýta armana tvo saman med trádunum sem træddir voru í armana. (sjá mynd fyrir ofan.)


Nú getur tú annad hvort sett auka trád í stjörnuna til ad hengja hana upp eda einfaldlega hengt hana upp á snúrunni frá ljósinu/ljósaseríunni. 

Í ljósastjörnuna er örugglega best ad nota frekar tykkann pappír og led ljósaseríu eda led-peru, sem hitar ekki mikid frá sér. Vegna hitans sem gæti komid frá ljósinu er best ad skilja ljósid ekki eftir kveikt, svo tad kvikni ekki í. 

Ég vona ad tú hafir fengid hugmyndir í pósti dagsins. 
Endilega sendid á mig myndir ef þid prófid og ef þér líkadi pósturinn máttu endilega deila áfram. 

Gledilegan desember og munid ad fylgjast med því þad kemur nýtt DIY á hverjum degi fram ad jólum.

No comments:

Post a Comment